0%
Loading ...

Alþjóðlegi gigtardagurinn og viðburðir á næstunni

Alþjóðlegi gigtardagurinn og viðburðir á næstunni

Alþjóðlegi gigtardagurinn

Smelltu HÉR til að skoða á Facebook

Komið í heimsókn til okkar í Brekkuhús 1, hittið á okkur og fögnum deginum.

Við kynnum bókina „María og leyndarmál mömmu“ eftir Hrönn Stefánsdóttur formann Gigtarfélags Íslands. Bókin er skrifuð til auka meðvitund um gigtarsjúkdóma og til að hjálpa foreldrum með gigt að útskýra flókin veikindi á einfaldan og uppbyggilegan hátt fyrir börnum.

Höfundur les upp úr bókinni og flytur stutt erindi um hve umfangsmikil áhrif gigt hefur á alla fjölskylduna og hvaða leiðir er hægt að fara til að auðvelda fjölskyldum líf með langvinnum sjúkdóm.

Texti aftan á bók:
María er níu ára lífsglöð stelpa sem elskar að leika sér og finna upp á ævintýrum. En stundum þarf mamma hennar að hvíla sig meira en aðrar mæður. Stundum er hún sterk eins og hetja, en á öðrum dögum verður hún þreytt og þarf að draga sig í hlé. Það getur verið erfitt að skilja af hverju mamma getur ekki alltaf tekið þátt í öllu. Í sögunni uppgötvar María hvernig ást, hlýja og samvera geta gert fjölskylduna sterkari – líka þegar veikindi fylgja tilverunni. Bókin sýnir börnum og foreldrum að það er í lagi að tala saman, spyrja spurninga og finna nýjar leiðir til að eiga góðar stundir saman. Sagan er skrifuð til að útskýra flókin veikindi á einfaldan og uppbyggilegan hátt fyrir börnum.

Glæsilegar veitingar og allir velkomnir

Smelltu HÉR til að skoða á Facebook.

Hvernig getur iðjuþjálfun stutt þig í daglegu lífi með gigt, langvinna verki, þreytu, orkuleysi, svefnvandamál eða aðrar áskoranir? Gigtarfélag Íslands býður upp á ókeypis fjarfræðslu með Guðbjörgu Guðmundsdóttur og Svövu Arnardóttur í tilefni alþjóðlegs dags iðjuþjálfunar, 27. október.

Dagur iðjuþjálfunar – iðjuþjálfun í verki

Smelltu HÉR til að skoða á Facebook

Komdu í heimsókn í húsnæði Gigtarfélagsins, Brekkuhúsum 1, til að fræðast og fagna alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar. Iðjuþjálfarnir Guðbjörg Guðmundsdóttir og Svava Arnardóttir bjóða upp á fræðslu um iðjuþjálfun, jafnvægi í daglegu lífi, þreytu, flæði, réttindi og samfélagslega þátttöku. Við ræðum þýðingarríka iðju og veltum vöngum hvað skiptir okkur máli. Boðið verður upp á léttar veitingar. Ókeypis og engin skráning þörf.

Facebook