0%
Loading ...
stuðningur

Hvaða þjónustu veitir Gigtarfélagið félögum

Gigt er ekki bara sjúkdómur sem leggst á eldri kynslóðir – margir greinast á unglingsárum eða á fullorðinsárum fyrir þrítugt. Það getur verið krefjandi að lifa með gigt á þessum aldri, en þú ert ekki ein/n og þú þarft ekki að takast á við þetta ein/n.

Það er hægt að lifa virku, innihaldsríku og skemmtilegu lífi með gigt – en enginn þarf að gera það einn.

Ungt fólk og gigt

Hvernig hefur gigt áhrif á ungt fólk?

Áhrif á nám eða vinnu vegna verkja og þreytu.

  • Áhyggjur af félagslífi og framtíðaráformum.
  • Kvíði og óöryggi um framtíðina.
  • Spurningar um sambönd, fjölskyldumyndun og heilsu til lengri tíma.

Það er eðlilegt að hafa margar spurningar og finna stundum fyrir vonleysi – en það er líka til fullt af úrræðum sem geta létt undir.

Hvaða þjónustu veitir Gigtarfélagið félögum?

Stuðningshópa fyrir ungt fólk – Fyrir ungt fólk sem eru félagar í Gigtarfélaginu

Fræðsluviðburði og námskeið – um hreyfingu, sjálfsumönnun, streitustjórnun og réttindi.

Ráðgjöf – þú getur fengið ráðgjöf frá iðjuþjálfa um réttindi þín í skóla, vinnu og heilbrigðiskerfinu.

Jafningjastuðning – spjall við fólk sem hefur reynslu af því sama og getur deilt góðum ráðum.

Aðgengi upplýsingum

Af hverju að tengjast?

Þegar þú ert ung/ur með gigt getur stundum verið erfitt að láta aðra skilja hvernig lífið er í raun. Með því að tengjast félaginu færðu:

  • Samstöðu og skilning.
  • Fræðslu og verkfæri til að ráða betur við daglegt líf.
  • Tengslanet sem styður þig.

Raddir ungs fólks með gigt verða líka sterkari í baráttunni fyrir betra heilbrigðiskerfi og þjónustu.

Hvernig kemst ég í samband?

Skráðu þig í hópinn okkar á Facebook fyrir ungt fólk

  • Fylgstu með viðburðadagatali á síðunni og á samfélagsmiðlum félagsins.
  • Hafðu samband við skrifstofuna ef þú vilt fá ráðgjöf eða vita meira.

Ungt fólk með gigt

Saga Katrínar og Guðjóns

upplýsingar

Fræðsla um gigt og ungt fólk

Gigtarfélagið getur komið þér í samband við fólk sem hefur reynslu af því að lifa með gigt getur ráðlagt þér hvert þú átt að leita.

5 ástæður fyrir því að gigt leggst á ungar konur

Góð ráð til foreldra með gigt: Hvernig takast á við daglegt líf og fjölskyldu

Gigt og réttur til aðlögunar á vinnumarkaði

Gigt og stuðningur í námi