0%
Loading ...

Þjálfun

líkamsræktin

Rétt þjálfun hjálpar til við að bæta lífsgæði

Vekjum athygli á að fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun þarf að skila inn beiðni frá lækni á skrifstofu Gigtarfélags Íslands.

Tíma í sjúkraþjálfun þarf að panta hjá sjúkraþjálfara eða í gegnum hnappinn til hægri.

Sjúkraþjálfun

Panta þarf tíma í sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun miðar að því að bæta hreyfigetu, draga úr verkjum og auka lífsgæði.

Hún felur í sér styrkjandi og liðkandi æfingar, nudd og kennslu í réttri líkamsbeitingu. Markmiðið er að endurheimta færni og koma í veg fyrir frekari vanda.

Ath. leggja þarf fram beiðni fyrir sjúkraþjálfun

Sjúkratryggingar Íslands sjá um greiðsluþátttöku

Tíma í iðjuþjálfun þarf að panta í gegnum hnappinn til hægri.

Iðjuþjálfun hefst í ágúst 2025.

Iðjuþjálfun

Panta þarf tíma í iðjuþjálfun

Iðjuþjálfun miðar að því að bæta færni og lífsgæði fólks sem glímir við verki, eða veikindi sem hafa áhrif á getu þeirra til að takast á við daglegar athafnir. Iðjuþjálfar vinna með skjólstæðingum til að finna leiðir til að auka sjálfstæði, draga úr vanlíðan og gera athafnir lífsins mögulegar.

Meðferðin felur í sér æfingar, fræðslu og ráðgjöf um hjálpartæki eða aðlögun á umhverfi til að auðvelda þátttöku í daglegu lífi.

Ath. leggja þarf fram beiðni fyrir iðjuþjálfun

Sjúkratryggingar Íslands sjá um greiðsluþátttöku

Næstu námskeið:

17. október kl. 10.

Hver tími er klukkustund.

Bandvefslosun

Hekla býður nú upp á námskeið í Bandvefslosun hjá Gigtarfélagi Íslands

Fyrir hverja
Fyrir þá sem vilja láta sér líða betur í eigin líkama og sál. 

Markmið námskeiðsins
Rólegir tímar þar sem vöðvar og bandvefur er nuddaður með mismunandi nuddboltum með það markmið að róa niður taugakerfið og auka líkamsvitund.

Einu sinni í viku í 7 vikur. Verð 25.400 kr. 

Verð 25.400 kr. 

Þriðjudagar og fimmtudagar
Grensás kl. 15.15
Mánudagar og miðvikudagar
Hátún kl. 16.30

Vatnsleikfimi

Hreyfing í vatni er mjög góð fyrir fólk með stoðkerfisvanda. Í vatni verða hreyfingar léttari og minna álag á liði, því hentar vatnsleikfimi mjög vel fólki með gigtarsjúkdóma.
 
Kennarar með viðeigandi menntun og reynslu sjá um tímana sem fara fram í  Grensáslaug og í laug Sjálfsbjargarfélags Íslands í Hátúni. 
Grensás tímar eru aðeins fyrir konur.
 
Námskeiðið er 12 skipti frá 25 ágúst – 2. okt.

VERÐ FYRIR FÉLAGSMENN:

36.600 kr.

Utan félags:

47.000 kr.

Næstu námskeið:
30. sept – 4. nóv og
1. okt – 5. nóv

Þriðjudagar: 11.00 og 12.30
Miðvikudagar: 11.00 og 12.30

Handafimi og vax

Handaæfingar hafa mjög góð áhrif á virkni handa og fingra með því að viðhalda og bæta virkni og styrk.
Tíminn hefst á vaxmeðferð á höndum þar sem við fáum góða slökun meðan hendur og fingur hitna og mýkjast. Svo eru gerðar æfingar fyrir hendur og fingur.

Tímarnir eru undir stjórn Jónu Guðbjargar Árnadóttur íþróttafræðings.

ATH. Hægt er að velja um fjórar tímasetningar. 8 sæti í boði á hvert námskeið.

Námskeiðið er haldið að Brekkuhúsum 1, 112 Reykjavík.

VERÐ FYRIR FÉLAGSMENN:

14.900 kr.

Utan félags:

18.900 kr.

Þriðjudaga frá kl. 13-14
11. nóvember

18. og 25. nóvember og
2., 9. og 16. desember

Langvinnir verkir

Komdu með i sex vikna hópnámskeid med fólki sem þekkir langvinna verki á eigin skinni. Námskeiðið er leitt af Svövu Arnardóttur iðjuþjálfa og byggist upp á umræðum, fræðslu og ýmsu úr verkfærakistunni.

Kostar 45.000 kr. en með beiðni frá lækni um iðjuþjálfun getur kostnaður lækkad í samræmi við gjaldskrá SI (Sjúkratryggingar Íslands).

Námskeiðið er haldið í gegnum Teams fjarfund.

VERÐ FYRIR FÉLAGSMENN:

45.000 k.

 

Fimmtudaga frá kl. 11-12
16., 23., 30. október
6., 13., 20. nóvember

Lífssagan mín

Komdu med i sex vikna hópnámskeid ætlað fólki sem vill rýna i sjálft sig og samhengi hlutanna. Hvernig er tilveran okkar og hvernig getum við lifað þýðingarríku lífi? Námskeiðið er leitt af Svövu Arnardóttur iðjuþjálfa og byggist upp á umædðum, fræðslu og ýmsu úr verkfærakistunni.

Kostar 45.000 kr. en með beiðni frá laækni um iðjuþjálfun getur kostnaður lækkad í samræmi við gjaldskrá SI (Sjúkratryggingar Íslands).

Námskeiðið er haldið að Brekkhúsum 1, húsnæði Gigtarfélagsins.

VERÐ FYRIR FÉLAGSMENN:

45.000 kr.

Þriðjudgar: 17.30
Miðvikudagar: 17.30

Gönguhópur vorönn

tvisvar í viku

Ganga er góð alhliða líkamsþjálfun og er mikilvægt er að viðhalda getu til göngu eins lengi og mögulegt er.

Gönguhópurinn gengur tvisvar í viku í Egilshöll á veturnar en úti í góðu veðri á sumrin. Vanir íþróttafræðingar styðja við hópinn með leiðsögn, teygjuæfingum og ráðgjöf. Frítt fyrir félagsmenn.

 

VERÐ FYRIR FÉLAGSMENN:

3.000 kr. önnnin

Þriðjudgar: 17.30
Miðvikudagar: 17.30

Stólaleikfimi

tvisvar í viku

Námskeið fyrir fólk með gigt sem vill bæta hreyfigetu og styrk á öruggan og skemmtilegan hátt. Lögð er áhersla á mjúkar, liðkandi hreyfingar sem draga úr verkjum og stífleika. 

VERÐ FYRIR FÉLAGSMENN:

4.900 kr.

Þriðjudgar: 17.30
Miðvikudagar: 17.30

Liðleiki og styrkur

tvisvar í viku

Námskeið fyrir fólk með gigt sem vilja bæta hreyfigetu, styrk og líðan. Áhersla á mjúkar, liðkandi hreyfingar og teygjur sem draga úr verkjum og stífleika.

VERÐ FYRIR FÉLAGSMENN:

Almennt verð 4.900 kr.

Í SUMAR

Jógatímar

Tilveran heilsusetur býður félögum í Gigtarfélagi Íslands sérkjör á jóga. Félagar njóta 20% afsláttar af öllum jógatímum með skráningu. Jóga getur verið frábær leið til að bæta hreyfigetu, draga úr streitu og styrkja líkamann á mildan hátt. Tilveran leggur áherslu á vellíðan og aðlagaðar æfingar fyrir alla, þar á meðal gigtarsjúklinga.

Ekki félagsmaður? Skráðu þig í félagið

Með skráningu í Gigtarfélag Íslands gefst þér kostur á fjölbreyttu hópastarfi, aðstoð og þjálfun.