Um Gigtarfélagið
Landssamtök gigtarfólks Stofnað 9. október 1976.
Í félaginu eru 4.800 félagar. Félagið hefur aðsetur og rekur Gigtarmiðstöðina að Brekkuhúsum 1 í Reykjavík. Gigtlækningastöð hefur verið þáttur í starfseminni frá því 1984, þ.e. göngudeilda sjúkra- og iðjuþjálfunar og aðstaða fyrir gigtarsérfræðinga. Í dag starfar engin gigtarlæknir á stöðinni. Félagið stendur fyrir hópþjálfun (leikfimi) fyrir gigtarfólk, heldur námskeið og fræðslufundi um gigtarsjúkdóma og tengd efni.
Markmið og tilgangur
Markmið félagsins er að auka lífsgæði fólks með gigtarsjúkdóma sem og þeirra sem eiga á hættu að fá þá.
Tilgangur félagsins er að berjast gegn gigtarsjúkdómum með því að
- stuðla að almennri umræðu um gigtarsjúkdóma og áhrif þeirra á einstaklinga og samfélag
- efla meðferð og endurhæfingu gigtsjúkra
- efla forvarnir, s.s. fræðslu, þjálfun og rannsóknir
- gæta hagsmuna gigtarfólks
Félagsstarf
Félagsstarf hefur aukist síðastliðin ár, fer einkum fram innan áhugahópa félagsins og deilda. En áhugahóparinir eru nú níu talsins og deildirnar sex. Landshlutadeildirnar eru á; Norðurlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum, Austurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum.
Áhugahópar
- Birtuhópurinn
- Hryggiktarhópur
- Áhugahópur um Psoriasisgigt og Iktsýki (liðagigt)
- Vefjagigtar- og síþreytuhópur
- Lupushópur (rauðir úlfar)
- Áhugahópur um heilkenni Sjögrens
- Áhugahópur um slitgigt
- Áhugahópur foreldra barna með gigtarsjúkdóma
- Áhugahópur ungs fólks með gigt
- Áhugahópur um lófakreppu
- Áhugahópur um verki
Samstarfsaðilar
Gigtarfélag Íslands á aðild að Öryrkjabandalgi Íslands, tekur þátt í starfsemi Norræna Gigtarráðsins (Nordisk Reumaråd) og Evrópusamtökum gigtarfélaga (EULAR - PARE).