Um Gigtarfélagið

Landssamtök gigtarfólks - Stofnað 9. október 1976.

Félagið rekur göngudeild sjúkra- og iðjuþjálfunar, stendur fyrir leikfimi í sundlaug og í sal, heldur námskeið og fræðslufundi um gigtarsjúkdóma og tengd efni. Einnig er boðið upp á almenna símaráðgjöf fyrir fólk með gigt. 

Markmið og tilgangur

Markmið félagsins er að auka lífsgæði fólks með gigtarsjúkdóma sem og þeirra sem eiga á hættu að fá þá.

Tilgangur félagsins er að berjast gegn gigtarsjúkdómum með því að

  • stuðla að almennri umræðu um gigtarsjúkdóma og áhrif þeirra á einstaklinga og samfélag
  • efla meðferð og endurhæfingu gigtsjúkra
  • efla forvarnir, s.s. fræðslu, þjálfun og rannsóknir
  • gæta hagsmuna gigtarfólks

Félagsstarf

Félagsstarf fer einkum fram innan áhugahópa félagsins og deilda. En áhugahóparinir eru nú níu talsins og deildirnar sex. Landshlutadeildirnar eru á Norðurlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum, Austurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum.

Áhugahópar

  • Birtuhópurinn
  • Hryggiktarhópur
  • Áhugahópur um Psoriasisgigt og Iktsýki (liðagigt)
  • Vefjagigtar- og síþreytuhópur
  • Lupushópur (rauðir úlfar)
  • Áhugahópur um heilkenni Sjögrens
  • Áhugahópur um slitgigt
  • Áhugahópur foreldra barna með gigtarsjúkdóma
  • Áhugahópur ungs fólks með gigt
  • Áhugahópur um lófakreppu
  • Áhugahópur um verki

Samstarfsaðilar

Gigtarfélag Íslands á aðild að Öryrkjabandalgi Íslands, tekur þátt í starfsemi Norræna Gigtarráðsins (Nordisk Reumaråd) og Evrópusamtökum gigtarfélaga (EULAR - PARE).