• Olís styrkir Gigtarfélag Íslands

Olís styrkir Gigtarfélag Íslands

5. janúar 2007

Olís styrkir Gigtarfélag Íslands

Í tilefni 30 ára afmælis Gigtarfélags Íslands (GÍ) styrkti Olíuverzlun Íslands, (Olís) félagið um 300 þús kr. En eins og kunnugt er gerði Olís og GÍ fyrir um ári síðan með sér víðtækt samkomulag um útgáfu félagsskírteina félagsmanna í GÍ.

 Félagsskírteinið veitir afsláttarkjör hjá Olís og Ellingsen  og eflir um leið starfsemi félagsins. Í hvert sinn sem kortinu er framvísað greiðir Olís 0,5% af andvirði viðskiptanna inn á sérstakan söfnunarreikning til eflingar starfsemi félagsins.

 Viðtökur við kortinu hafa verið mjög góðar. Það er von okkar að sem flestir félagsmanna nýti sér félagsskírteinið og þá afslætti sem það gefur

 Skömmu fyrir jól var styrkurinn vegna afmælisins og framlagið sem safnast hefur saman sl. mánuði á söfnunarreikninginn afhent með formlegum hætti.