Fræðslufundur:   "Góður svefn - grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu" fimmtudaginn 20. mars 2014 kl: 19:30

13. mars 2014

Gigtarfélagið og Samtök psoriasis- og exemsjúklinga standa fyrir fræðslufundi fimmtudaginn 20. mars n.k. kl. 19:30.

Fyrirlesari verður Erla Björnsdóttir með erindið:

 „Góður svefn - grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu“.

Í fyrirlestrinum verður m.a. fjallað um svefn og langvarandi svefnleysi og nokkur úrræði við því.

Erla er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og sinnt þeirri meðferð undanfarin ár.   

  

Staður:Gigtarfélag Íslands Ármúla 5, 2.hæð.

Stund:20. mars kl: 19:30

 

 

Allir velkomnir