Gigtarmiðstöðin Ármúla 5 verður 25 ára þann 4. júní nk.

19. maí 2009

Í tilefni aldarfjórðungs afmælis Gigtarmiðstöðvarinnar 4. júní nk hefur félagið skipulagt afmælisdagskrá þrjá næstu föstudaga sem líkur 5. júní með opnu húsi á miðstöðinni að Ármúla 5. Dagskráin er eftirfarandi:

Föstudaginn 22. maí kl. 12:15

Fyrirlestur um hláturjóga. Ásta Valdimarsdóttir, hláturjógakennari flytur erindi er hún nefnir, Hverju getur einfaldur hlátur breytt í líkama, huga og sál?

                                                                                                            Allir eru velkomnir

Föstudaginn 29. maí kl. 12:15

Fyrirlestur um áhugahvöt. Þóra Hjartardóttir, hjúkrunarstjóri verkjasviðs á Reykjalundi flytur erindi er hún nefnir, Öll í sama teymi - fagaðilar og skjólstæðingar í endurhæfingu.

                                                                                                        Allir eru velkomnir

 Föstudaginn 5. júní verður opið hús frá 12:00 til 15:00

Opna húsið hefst með ávarpi og tveimur erindum, en að því loknu verður starfsemi stöðvarinnar kynnt, auk þess sem nokkur fyrirtæki munu kynna vörur sínar. Boðið verður upp á kaffi og köku. Allir eru velkomnir

Á opnu húsi mun Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi og dósent við Háskólann á Akureyri flytja erindi sem hún nefnir; Að ganga í takt við eigið geð. Þá mun Margrét Stefánsdóttir, sjúkraþjálfari og Stott-pilateskennari flytja erindi er hún nefnir: Af hverju Stott-pilates fyrir gigtarfólk?  

 Dagskrá opna hússins verður auglýst nánar síðar.

Allar frekari upplýsingar er að fá á skrifstofu félagsins að Ármúla 5 í síma 530 3600.
Fréttir og Tilkynningar

Gigtarmiðstöðin Ármúla 5 verður 25 ára þann 4. júní nk.

Í tilefni aldarfjórðungs afmælis Gigtarmiðstöðvarinnar 4. júní nk hefur félagið skipulagt afmælisdagskrá þrjá næstu föstudaga sem líkur 5. júní með opnu húsi á miðstöðinni að Ármúla 5. Dagskráin er eftirfarandi:

Föstudaginn 22. maí kl. 12:15

Fyrirlestur um hláturjóga. Ásta Valdimarsdóttir, hláturjógakennari flytur erindi er hún nefnir, Hverju getur einfaldur hlátur breytt í líkama, huga og sál?

                                                                                                            Allir eru velkomnir

Föstudaginn 29. maí kl. 12:15

Fyrirlestur um áhugahvöt. Þóra Hjartardóttir, hjúkrunarstjóri verkjasviðs á Reykjalundi flytur erindi er hún nefnir, Öll í sama teymi - fagaðilar og skjólstæðingar í endurhæfingu.

                                                                                                        Allir eru velkomnir

 Föstudaginn 5. júní verður opið hús frá 12:00 til 15:00

Opna húsið hefst með ávarpi og tveimur erindum, en að því loknu verður starfsemi stöðvarinnar kynnt, auk þess sem nokkur fyrirtæki munu kynna vörur sínar. Boðið verður upp á kaffi og köku. Allir eru velkomnir

Á opnu húsi mun Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi og dósent við Háskólann á Akureyri flytja erindi sem hún nefnir; Að ganga í takt við eigið geð. Þá mun Margrét Stefánsdóttir, sjúkraþjálfari og Stott-pilateskennari flytja erindi er hún nefnir: Af hverju Stott-pilates fyrir gigtarfólk?  

 Dagskrá opna hússins verður auglýst nánar síðar.

Allar frekari upplýsingar er að fá á skrifstofu félagsins að Ármúla 5 í síma 530 3600.