Verjum velferðina! - Lokafundur fyrir kosningar

14. apríl 2009

Lokafundur ÖBÍ og Þroskahjálpar í fundaröðinni Verjum velferðina! verður haldinn í Gullteig, Grand hóteli Reykjavík, miðvikudaginn 15. apríl kl. 20.00 - 22.00. Þar munu formenn flokkanna eða þeirra fulltrúi sitja fyrir svörum um áherslur og forgangsröðun í velferðarmálum.

Þetta er sjötti og síðasti fundurinn í fundaröðinni Verjum velferðina! sem haldinn er af Öryrkjabandalagi Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp í aðdraganda kosninganna nú í apríl.              

Ætlast er til þess að frummælendur svari spurningunni. Hvernig ætlar þinn flokkur að verja velferðina?

Frummælendur á fundinum verða ....

  • Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar
  • Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri grænna
  • Bjarni Benediktsson, alþingismaður og formaður Sjálfstæðisflokksins
  • Guðjón Arnar Kristinsson, alþingismaður og formaður Frjálslyndaflokksins
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.

Pallborðsumræður verða að lokinni framsögu, þar sem frummælendur ásamt forsvarsmönnum ÖBÍ og Landssamtakanna Þroskahjálpar sitja fyrir svörum.

Mikilvægt er að sem flestir mæti.