Börn fá líka gigt - Nýr bæklingur

6. janúar 2009

Hjá Gigtarfélagi Íslands er ný útkominn vandaður bæklingur um barnagigt, en á hverju ári greinast um 10-14 börn með alvarlegan gigtarsjúkdóm. Markhópur er foreldrar, fagfólk og aðrir er að stuðningsneti fjölskyldna barna með gigt koma.

Að greinast með gigtarsjúkdóm hefur oftast í för með sér að um er að ræða langvinnan sjúkdóm , en aukin þekking, bætt meðferð og skilniningur er grundvöllur þess að börnin fái bestu þjónustu og umönnun sem völ er á og þau njóti sín. Börnin þurfa misjafnlega mikla aðstoð, hvort sem er á heimili, í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla.

Gigtarfélag Íslands gefur bæklinginn út, en texti hans var skrifaður af Svölu Björgvinsdóttur fyrrverandi verkefnastjóra fræðslu hjá félaginu og Annettu A. Ingi-mundardóttur iðjuþjálfa í samvinnu við foreldra úr áhugahópi foreldra barna með gigt.

Bæklinginn er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins í síma 530 3600, en netútgáfa hans er einnig á tengli hér að neðan og öllum heimilt að hagnýta sér hann.

 

Börn fá líka gigt
Fréttir og Tilkynningar

Börn fá líka gigt - Nýr bæklingur

Hjá Gigtarfélagi Íslands er ný útkominn vandaður bæklingur um barnagigt, en á hverju ári greinast um 10-14 börn með alvarlegan gigtarsjúkdóm. Markhópur er foreldrar, fagfólk og aðrir er að stuðningsneti fjölskyldna barna með gigt koma.

Að greinast með gigtarsjúkdóm hefur oftast í för með sér að um er að ræða langvinnan sjúkdóm , en aukin þekking, bætt meðferð og skilniningur er grundvöllur þess að börnin fái bestu þjónustu og umönnun sem völ er á og þau njóti sín. Börnin þurfa misjafnlega mikla aðstoð, hvort sem er á heimili, í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla.

Gigtarfélag Íslands gefur bæklinginn út, en texti hans var skrifaður af Svölu Björgvinsdóttur fyrrverandi verkefnastjóra fræðslu hjá félaginu og Annettu A. Ingi-mundardóttur iðjuþjálfa í samvinnu við foreldra úr áhugahópi foreldra barna með gigt.

Bæklinginn er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins í síma 530 3600, en netútgáfa hans er einnig á tengli hér að neðan og öllum heimilt að hagnýta sér hann.

 

Börn fá líka gigt