EITT KERFI FYRIR ALLA?

29. september 2008

Málþing um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu verður haldið fimmtudaginn 2. október kl. 15.00-18.00, í Sal A á Hilton Hótel Nordica.  

Málþingið snýst um hugmyndir starfandi nefndar á vegum Heilbrigðisráðuneytis. Eins og stendur á vef Heilbrigðisráðuneytis er um að ræða; Nefnd til að gera tillögur að réttlátari, einfaldari og gagnsærri þátttöku einstaklinga í kostnaði vegna lyfja og annarrar heilbrigðisþjónustu með það að leiðarljósi að verja einstaklinga gegn of háum kostnaði

Nefndin var skipuð 26. nóvember 2007. Henni “er falið að kanna hvort og þá með hvaða hætti er hægt að fella læknis-, lyfja-, rannsóknar-, sjúkraþjálfunar- og annan heilbrigðiskostnað undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag þannig að þátttaka borgarans í heilbrigðiskostnaði verði takmörkuð hvort sem kostnaðurinn fellur til utan eða innan heilbrigðisstofnana og hver sem þörf hans fyrir heilbrigðisþjónustu er.”

Hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir gigtarfólk og hvetjum við semflesta að mæta. Fólk tilkynnir þátttöku  netfangið thorny@obi.is til og með 30. september.  Þann 1. október kl. 9 -12 er einnig skráning í síma 545 8716, meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá málþingsins
Fréttir og Tilkynningar

EITT KERFI FYRIR ALLA?

Málþing um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu verður haldið fimmtudaginn 2. október kl. 15.00-18.00, í Sal A á Hilton Hótel Nordica.  

Málþingið snýst um hugmyndir starfandi nefndar á vegum Heilbrigðisráðuneytis. Eins og stendur á vef Heilbrigðisráðuneytis er um að ræða; Nefnd til að gera tillögur að réttlátari, einfaldari og gagnsærri þátttöku einstaklinga í kostnaði vegna lyfja og annarrar heilbrigðisþjónustu með það að leiðarljósi að verja einstaklinga gegn of háum kostnaði

Nefndin var skipuð 26. nóvember 2007. Henni “er falið að kanna hvort og þá með hvaða hætti er hægt að fella læknis-, lyfja-, rannsóknar-, sjúkraþjálfunar- og annan heilbrigðiskostnað undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag þannig að þátttaka borgarans í heilbrigðiskostnaði verði takmörkuð hvort sem kostnaðurinn fellur til utan eða innan heilbrigðisstofnana og hver sem þörf hans fyrir heilbrigðisþjónustu er.”

Hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir gigtarfólk og hvetjum við semflesta að mæta. Fólk tilkynnir þátttöku  netfangið thorny@obi.is til og með 30. september.  Þann 1. október kl. 9 -12 er einnig skráning í síma 545 8716, meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá málþingsins