• Reykjavíkur Maraþon Glitnis - 23. ágúst 2008

Áheitahlaup - Góður málstaður

Reykjavíkurmaraþon Glitnis

18. ágúst 2008

Reykjavíkurmaraþon Glitnis verður þann 23. ágúst nk. á laugardaginn. Umgjörð hlaupsins og framkvæmd er til fyrirmyndar eins og áður.

Áheit á okkar hlaupara

Við viljum vekja athygli á því að þeir sem hlaupa í maraþoninu geta valið að hlaupa í þágu ýmissa góðgerðafélaga. Glitnir heitir sérstaklega á starfsmenn sína og viskiptavini, en auk þess geta vinir og velunnarar hlauparanna/málstaðarins einnig heitið á þátttakendur á heimsíðu hlaupsins, lagt þannig sitt af mörkum og eflt hlauparanna, og styrkt málstaðinn. 

Þegar farið er inn á heimsíðuna www.marathon.is  er klikkt á reit til hægri á síðunni, á "Heita á hlaupara". Þar er að finna öflugan hóp sem hleypur fyrir málstað gigtsjúkra. Hlutirnir skýra sig svo sjálfir í framhaldinu.

Áheit renna til Gigtarmiðstöðvarinnar að Ármúla 5 sem er mikilvægur hlekkur í starfsemi félagsins og sinnir stórum hópi gigtarfólks  Við hvetjum alla til að skoða heimasíðu marathonsins og skoða þann möguleika að heita á "okkar hlaupara". Þá er upplagt að benda öðrum (s.s. vinum og vinnufélögum) á þennan góða möguleika á stuðningi við góðan málstað og eflt þannig það frábæra fólk sem hleypur í okkar nafni.

Gigtarmiðstöðin að Ármúla 5 er miðstöð starfsemi Gigtarfélagsins. Starfið miðast við félagsstarf og forvarnir í víðum skilningi. Á miðstöðinni má finna viðhaldsendurhæfingu (sjúkra- og iðjuþjálfun), skipulagða leikfimi, fræðslu og ráðgjöf fyrir fólk með gigt og aðstandendur þeirra. Bein leiðbeining og ráðgjöf er vaxandi þáttur í starfseminni. Félagar í GÍ eru u.þ.b. 5.500 talsins.