• Merki gigtarráðstefnunnar í París
  • Frá afhendingunni. Dr Björn er annar frá hægri.

Frá Evrópsku gigtarráðstefnunni í París

13. júlí 2008

Þann 11. til 24. júní sl var Evrópska gigtarráðstefnan (EULAR 2008) haldin í París og sóttu hana um 14.200 þátttakendur víðsvegar að úr heiminum. Flestir eðli málsins samkvæmt frá Frakklandi þetta árið. Evrópska gigtarráðstefnan er haldin árlega í Evrópu og að henni stendur EULAR (European League Against Rheumatism) eða evrópusamtök gigtarlækna, annars fagfólks í heilbrigðisþjónusu á gigtarsviði og gigtarsjúklinga. Læknisfræðilegi þátturinn er langstærstur í ráðstefnunni, en hin síðari ár hefur þáttur samtaka annars fagfólks og sjúklinga eflst, hvort heldur sem horft er til þátttöku og framlags til dagskrár. Ársfundur samtakanna er haldinn áður en dagskrá ráðstefnunnar hefst.

Íslenskt rannsóknarverkefni verðlaunað

Sá ánægjulegi atburður átti sér stað að íslenskt rannsóknarverkefni var verðlaunað. Dr. Björn Guðbjörnsson dósent við læknadeild HÍ og sérfræðingur á rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum við Landspítala tók við viðurkenningunni á opnunarathöfn ráðstefnunar. Tólf verkefni voru verðlaunuð af ríflega 3.400 viðurkenndum innsendum verkefnum. Verðlaunuð voru 6 verkefni er snúa að grunnrannsóknum og 6 verkefni á sviði klíniskra rannsókna sem íslenska verkefnið var í hópi með. Verðlaunafé fylgir viðurkenningunni sem samsvarar 1.000 evrum.

Auk Björns stóðu að rannsókninni prófessor Helgi Valdimarsson og læknarnir Jóhann Elí Guðjónsson og Þorvarður Jón Löve. Verkefnið var unnið í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu, Ara Kárason.

Rannsóknarverkefni Björns og félaga er framlenging á ítarlegri faraldsfræðilegri rannsókn um psoriasisgigt í Reykjavík, þ. e. algengi og birtingarform liðsjúkdómsins, ásamt horfum sjúklinga með liðagigt samhliða húðsjúkdómnum psoriasis.

Samkvæmt erlendum rannsóknum hefur Psoriasisgigt sterka ættarfylgni meðal ættingja í fyrsta lið. Ættfræðigrunnur ÍE, Íslendingabók, var hér notuð til að skoða skyldleika fleiri ættliða með tilltiti til Psoriasisgigtar. Niðurstöður sýndu að einstaklingar, ættingjar í fjórða lið höfðu marktækt hækkaða áhættu á að fá Posriasisgigt. Áhættan hvarf fyrst í fimmta lið.

Kaupmannahöfn 2009

Næsta ráðstefna verður 10. til 13. júní á næsta ári í Kaupmannahöfn og hvetjum við alla til að kynna sér þá ráðstefnu. Einkum hvetjum við þverfaglega hópinn sem að þjónustu við gigtarfólk kemur að skoða ráðstefnuna, þar sem ekki er útlit fyrir að samnorræna þverfaglega ráðstefnan Reuma verði haldin aftur í bráð.

Slóðin er www.eular.org Á síðunni má finna ýmislegt fróðlegt um þessa síðustu ráðstefnu sem og þegar líður á haustið allt um þá næstu.
Fréttir og Tilkynningar

Frá Evrópsku gigtarráðstefnunni í París

Þann 11. til 24. júní sl var Evrópska gigtarráðstefnan (EULAR 2008) haldin í París og sóttu hana um 14.200 þátttakendur víðsvegar að úr heiminum. Flestir eðli málsins samkvæmt frá Frakklandi þetta árið. Evrópska gigtarráðstefnan er haldin árlega í Evrópu og að henni stendur EULAR (European League Against Rheumatism) eða evrópusamtök gigtarlækna, annars fagfólks í heilbrigðisþjónusu á gigtarsviði og gigtarsjúklinga. Læknisfræðilegi þátturinn er langstærstur í ráðstefnunni, en hin síðari ár hefur þáttur samtaka annars fagfólks og sjúklinga eflst, hvort heldur sem horft er til þátttöku og framlags til dagskrár. Ársfundur samtakanna er haldinn áður en dagskrá ráðstefnunnar hefst.

Íslenskt rannsóknarverkefni verðlaunað

Sá ánægjulegi atburður átti sér stað að íslenskt rannsóknarverkefni var verðlaunað. Dr. Björn Guðbjörnsson dósent við læknadeild HÍ og sérfræðingur á rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum við Landspítala tók við viðurkenningunni á opnunarathöfn ráðstefnunar. Tólf verkefni voru verðlaunuð af ríflega 3.400 viðurkenndum innsendum verkefnum. Verðlaunuð voru 6 verkefni er snúa að grunnrannsóknum og 6 verkefni á sviði klíniskra rannsókna sem íslenska verkefnið var í hópi með. Verðlaunafé fylgir viðurkenningunni sem samsvarar 1.000 evrum.

Auk Björns stóðu að rannsókninni prófessor Helgi Valdimarsson og læknarnir Jóhann Elí Guðjónsson og Þorvarður Jón Löve. Verkefnið var unnið í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu, Ara Kárason.

Rannsóknarverkefni Björns og félaga er framlenging á ítarlegri faraldsfræðilegri rannsókn um psoriasisgigt í Reykjavík, þ. e. algengi og birtingarform liðsjúkdómsins, ásamt horfum sjúklinga með liðagigt samhliða húðsjúkdómnum psoriasis.

Samkvæmt erlendum rannsóknum hefur Psoriasisgigt sterka ættarfylgni meðal ættingja í fyrsta lið. Ættfræðigrunnur ÍE, Íslendingabók, var hér notuð til að skoða skyldleika fleiri ættliða með tilltiti til Psoriasisgigtar. Niðurstöður sýndu að einstaklingar, ættingjar í fjórða lið höfðu marktækt hækkaða áhættu á að fá Posriasisgigt. Áhættan hvarf fyrst í fimmta lið.

Kaupmannahöfn 2009

Næsta ráðstefna verður 10. til 13. júní á næsta ári í Kaupmannahöfn og hvetjum við alla til að kynna sér þá ráðstefnu. Einkum hvetjum við þverfaglega hópinn sem að þjónustu við gigtarfólk kemur að skoða ráðstefnuna, þar sem ekki er útlit fyrir að samnorræna þverfaglega ráðstefnan Reuma verði haldin aftur í bráð.

Slóðin er www.eular.org Á síðunni má finna ýmislegt fróðlegt um þessa síðustu ráðstefnu sem og þegar líður á haustið allt um þá næstu.