Aðalfundur Gigtarfélags Íslands, deild Norðurlands Eystra.

6. febrúar 2008

Mánudaginn 25. febrúar nk. boðar Gigtarfélag Íslands, deild Norðurlands Eystra, til aðalfundar á Akureyri með félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefninu. Fundurinn verður haldinn kl. 20.00 á Hótel KEA.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun dr. Sigríður Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, halda erindi sem hún nefnir:

„Sál – og taugaónæmisfræði og gigt.”

Sál- og taugaónæmisfræði (psychoneuroimmunology) er fræðigrein sem leggur áherslu á að fólk er ein heild, líkami, hugur og sál og allt sem virkar niðurbrjótandi á okkur er mjög líklega niðurbrjótandi í reynd – líka líkamlega. Þessi fræði eru mikilvæg til að skilja hvaða þættir hafa áhrif á fólk, bæði til góðs og ills.

Um mjög áhugavert efni er að ræða og við hvetjum bæði félagsmenn og aðstandendur til að mæta!

               - Stjórnin.