• Styrkþegar úr Þorbjargarsjóði

Styrkir veittir úr Þorbjargarsjóði

27. desember 2007

Í dag úthlutaði stjórn Þorbjargarsjóðs þremur námsstyrkjum til ungs fólks með gigt. Styrkþegar eru Óskar Örn Hálfdánarson Ísafirði sem hlaut kr. 100.000- , Eva Ösp Ögmundsdóttir Reykjavík og Andrea Diljá Jóhannsdóttir Akureyri sem hlutu kr 75.000 hvor.

Styrktar- og minningarsjóður Þorbjargar Björnsdóttur er í vörslu Gigtarfélags Íslands og var settur á fót að frumkvæði fjögurra kvenna, þeirra Helgu Björnsdóttur, Elínar Hannam, Oddnýjar Gísladóttur og Kristínar Pétursdóttur í Reykjvík. Grunnur sjóðsins eru stofngjafir frá þeim til minningar um Þorbjörgu Björnsdóttur, sjóðurinn hefur og notið framlaga frá öðrum á undanförnum árum.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja gigtsjúka, einkum unga gigtarsjúklinga til náms. Undanfarin ár hafa árlegar styrkveitingar úr sjóðnum numið u.þ.b. kr 200.000.

Núverandi stjórn sjóðsins skipa:

Sr. Auður Inga Einarsdóttir, formaður

Einar S. Ingólfsson, lögmaður og formaður GÍ, ritari

Dr. Björn Guðbjörnsson gigtarlæknir, meðstjórnandi

Gigtarfélag Íslands óskar styrkþegum til hamingju með styrkina og óskar þeim velfarnaðar.
Fréttir og Tilkynningar

Styrkir veittir úr Þorbjargarsjóði

Í dag úthlutaði stjórn Þorbjargarsjóðs þremur námsstyrkjum til ungs fólks með gigt. Styrkþegar eru Óskar Örn Hálfdánarson Ísafirði sem hlaut kr. 100.000- , Eva Ösp Ögmundsdóttir Reykjavík og Andrea Diljá Jóhannsdóttir Akureyri sem hlutu kr 75.000 hvor.

Styrktar- og minningarsjóður Þorbjargar Björnsdóttur er í vörslu Gigtarfélags Íslands og var settur á fót að frumkvæði fjögurra kvenna, þeirra Helgu Björnsdóttur, Elínar Hannam, Oddnýjar Gísladóttur og Kristínar Pétursdóttur í Reykjvík. Grunnur sjóðsins eru stofngjafir frá þeim til minningar um Þorbjörgu Björnsdóttur, sjóðurinn hefur og notið framlaga frá öðrum á undanförnum árum.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja gigtsjúka, einkum unga gigtarsjúklinga til náms. Undanfarin ár hafa árlegar styrkveitingar úr sjóðnum numið u.þ.b. kr 200.000.

Núverandi stjórn sjóðsins skipa:

Sr. Auður Inga Einarsdóttir, formaður

Einar S. Ingólfsson, lögmaður og formaður GÍ, ritari

Dr. Björn Guðbjörnsson gigtarlæknir, meðstjórnandi

Gigtarfélag Íslands óskar styrkþegum til hamingju með styrkina og óskar þeim velfarnaðar.