• Styrkþegar úr Þorbjargarsjóði

Styrkir veittir úr Þorbjargarsjóði

27. desember 2007

Í dag úthlutaði stjórn Þorbjargarsjóðs þremur námsstyrkjum til ungs fólks með gigt. Styrkþegar eru Óskar Örn Hálfdánarson Ísafirði sem hlaut kr. 100.000- , Eva Ösp Ögmundsdóttir Reykjavík og Andrea Diljá Jóhannsdóttir Akureyri sem hlutu kr 75.000 hvor.

Styrktar- og minningarsjóður Þorbjargar Björnsdóttur er í vörslu Gigtarfélags Íslands og var settur á fót að frumkvæði fjögurra kvenna, þeirra Helgu Björnsdóttur, Elínar Hannam, Oddnýjar Gísladóttur og Kristínar Pétursdóttur í Reykjvík. Grunnur sjóðsins eru stofngjafir frá þeim til minningar um Þorbjörgu Björnsdóttur, sjóðurinn hefur og notið framlaga frá öðrum á undanförnum árum.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja gigtsjúka, einkum unga gigtarsjúklinga til náms. Undanfarin ár hafa árlegar styrkveitingar úr sjóðnum numið u.þ.b. kr 200.000.

Núverandi stjórn sjóðsins skipa:

Sr. Auður Inga Einarsdóttir, formaður

Einar S. Ingólfsson, lögmaður og formaður GÍ, ritari

Dr. Björn Guðbjörnsson gigtarlæknir, meðstjórnandi

Gigtarfélag Íslands óskar styrkþegum til hamingju með styrkina og óskar þeim velfarnaðar.