Ertu með vefjagigt? Nýtt námskeið að hefjast

22. október 2007

Þriggja kvölda fræðslunámskeið fyrir fólk með vefjagigt hefst miðvikudaginn 31. október kl 19:30 á Gigtarmiðstöðinni að Ármúla 5 í Reykjavík.

Gigtarsérfræðingur, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og félagsráðgjafi fjalla um greiningu sjúkdómsins, einkenni, meðferð, þjálfun, aðlögun að breyttum aðstæðum, sem og tilfinningalega og félagslega þætti. Upplýsingar og skráning er á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530 3600.

Dagskrá námskeiðsins