Reuma 2007 í Reykjavík tókst mjög vel

20. september 2007

Gigtarfélag Íslands stóð fyrir þriggja daga norrrænni fjölfaglegri ráðstefnu um gigt og gigtarsjúkdóma á Grand Hótel 12.-15. september sl.

Þátttakendur voru um 200 talsins, en tæplega helmingur þeirra kom erlendis frá.

Ráðstefnan þykir hafa tekist vel, fyrirlestrar voru góðir og viðfang þeirra hæfði vel þema hennar Þekking, meðferð og lífsgæði.

Eftirtekt vakti hve þátttakendur mættu vel til fyrirlestra alla daganna, en oft hefur bekkurinn þynnst þegar líður á á fyrri ráðstefnum, en laugardaginn 15. sept voru nær öll sæti setin.

Undirbúningsnefndin þakkar öllum sem að ráðstefnunni komu fyrir frábært framlag, fyrirlesurum, þátttakendum og starfsmönnum.

Stuðningsaðilum þökkum við sérstaklega. Aðalstyrktaraðilar voru Gigtarráð, Orkuveita Reykjavíkur, Kaupþing, Heilbrigðisráðuneytið og Íslensk Erfðagreining. Einnig þökkum við Icelandair, Visa og Gutenberg þeirra góða stuðning.

Sérstaklega var ánægjulegt fyrir okkur hve margir innlendir fagaðilar mættu á ráðstefnuna, og metum við það sem ákveðin skilaboð um aukinn skilning á högum fólks með gigtarsjúkdóma og nauðsyn fjölfaglegrar aðkomu að meðferð gigtar. Skilvirkt, aðgengilegt heilbrigðiskerfi er það sem skiptir gigtarfólk öllu máli.

Hér að neðan eru myndir frá ráðstefnunni:

Myndir 13. september

Myndir 14. september

Myndir 15. september
Fréttir og Tilkynningar

Reuma 2007 í Reykjavík tókst mjög vel

Gigtarfélag Íslands stóð fyrir þriggja daga norrrænni fjölfaglegri ráðstefnu um gigt og gigtarsjúkdóma á Grand Hótel 12.-15. september sl.

Þátttakendur voru um 200 talsins, en tæplega helmingur þeirra kom erlendis frá.

Ráðstefnan þykir hafa tekist vel, fyrirlestrar voru góðir og viðfang þeirra hæfði vel þema hennar Þekking, meðferð og lífsgæði.

Eftirtekt vakti hve þátttakendur mættu vel til fyrirlestra alla daganna, en oft hefur bekkurinn þynnst þegar líður á á fyrri ráðstefnum, en laugardaginn 15. sept voru nær öll sæti setin.

Undirbúningsnefndin þakkar öllum sem að ráðstefnunni komu fyrir frábært framlag, fyrirlesurum, þátttakendum og starfsmönnum.

Stuðningsaðilum þökkum við sérstaklega. Aðalstyrktaraðilar voru Gigtarráð, Orkuveita Reykjavíkur, Kaupþing, Heilbrigðisráðuneytið og Íslensk Erfðagreining. Einnig þökkum við Icelandair, Visa og Gutenberg þeirra góða stuðning.

Sérstaklega var ánægjulegt fyrir okkur hve margir innlendir fagaðilar mættu á ráðstefnuna, og metum við það sem ákveðin skilaboð um aukinn skilning á högum fólks með gigtarsjúkdóma og nauðsyn fjölfaglegrar aðkomu að meðferð gigtar. Skilvirkt, aðgengilegt heilbrigðiskerfi er það sem skiptir gigtarfólk öllu máli.

Hér að neðan eru myndir frá ráðstefnunni:

Myndir 13. september

Myndir 14. september

Myndir 15. september