• Reykjavíkur maraþon Glitnis

Reykjavíkur Maraþon Glitnis - Áheitahlaup - Góður málstaður

11. júlí 2007

Reykjavíkur Maraþon Glitnis verður þann 18. ágúst nk. Umgjörð þess og framkvæmd er til fyrirmyndar og hefur vegur þess farið víða.

Við viljum vekja athygli á því að þeir sem hlaupa í maraþoninu geta valið að hlaupa í þágu góðgerðafélaga. Glitnir heitir sérstaklega á starfsmenn sína og viskiptavini í því sambandi, en auk þess geta vinir og velunnarar hlaparanna/málstaðarins einnig heitið á þátttakendur á heimsíðu hlaupsins og lagt þannig sitt af mörkum. Ef farið er inn á heimasíðuna er hægt að sjá hverjir hlaupa fyrir hvaða málstað. Hlauparar hafa skráð sig sem hlaupa í þágu gigtsjúkra.

Starf Gigtarmiðstöðvarinnar að Ármúla 5 er mikilvægur hlekkur í starfsemi GÍ sem og stórum hópi gigtarfólks  Við hvetjum fólk til að skoða heimasíðu marathonsins og skoða þann möguleika að heita á okkar hlaupara. Einnig benda öðrum á þennan möguleika og styðja góðan málstað og starfsemi með áheitum á það frábæra fólk sem hleypur í okkar nafni.

Slóðin er: www.marathon.is
Fréttir og Tilkynningar

Reykjavíkur Maraþon Glitnis - Áheitahlaup - Góður málstaður

Reykjavíkur Maraþon Glitnis verður þann 18. ágúst nk. Umgjörð þess og framkvæmd er til fyrirmyndar og hefur vegur þess farið víða.

Við viljum vekja athygli á því að þeir sem hlaupa í maraþoninu geta valið að hlaupa í þágu góðgerðafélaga. Glitnir heitir sérstaklega á starfsmenn sína og viskiptavini í því sambandi, en auk þess geta vinir og velunnarar hlaparanna/málstaðarins einnig heitið á þátttakendur á heimsíðu hlaupsins og lagt þannig sitt af mörkum. Ef farið er inn á heimasíðuna er hægt að sjá hverjir hlaupa fyrir hvaða málstað. Hlauparar hafa skráð sig sem hlaupa í þágu gigtsjúkra.

Starf Gigtarmiðstöðvarinnar að Ármúla 5 er mikilvægur hlekkur í starfsemi GÍ sem og stórum hópi gigtarfólks  Við hvetjum fólk til að skoða heimasíðu marathonsins og skoða þann möguleika að heita á okkar hlaupara. Einnig benda öðrum á þennan möguleika og styðja góðan málstað og starfsemi með áheitum á það frábæra fólk sem hleypur í okkar nafni.

Slóðin er: www.marathon.is