• Inn Reyðarfjörð

Tombóla á Reyðarfirði - Framtak og skilningur

11. júlí 2007

Það var um daginn sem Gigtarfélaginu bárust eftirfarandi skilaboð frá Reyðarfirði á netpóstinum:

Við erum fjórar stelpur hérna á Reyðarfirði og héldum tombólu til styrktar Gigtarhópi barna. Við byrjuðum á því að ganga í hús og safna dóti á tombóluna og síðan héldum við tombóluna í verlsunarmiðstöðinni Molanum föstudaginn 22.júní. Söfnunin gekk vonum framar, fengum rúmlega 12.000 krónur í sjóðinn sem við viljum að verði notaður í þágubarna með gigt. Stelpurnar heita Vala Ormarsdóttir 11 ára, Arna Ormarsdóttir 9 ára, Stefanía Hrund Guðmundsdóttir 10 ára og Bylgja Rún Ólafsdóttir 9 ára.

Með kveðju,

Vala, Arna, Stefanía og Bylgja

Skemmst er frá því að segja að framlag stúlknanna hefur verið móttekið og Gigtarfélagið tryggir að framlagið renni til styrktar börnum með gigtarsjúkdóma.Við þökkum stúlkunum fyrir framtakið og skilninginn.

Það gera sér ekki allir grein fyrir að 10 til 14 börn greinast með gigtarsjúkdóm á hverju ári. Sem betur fer gengur alltaf betur og betur að fást við gigtina, þó enn sé hún mörgum erfið. Að sjúkdómurinn greinist sem fyrst, skiptir öllu máli, því allri meðferð fer verulega fram.

Að eiga góða vini og félaga sem skilja verkefnið “að fást við gigtina” skiptir miklu máli. Þið eruð frábærar stelpur.

Því miður eigum við ekki mynd af stelpunum. En fáir staðir eru fallegri en Reyðarfjörður.
Fréttir og Tilkynningar

Tombóla á Reyðarfirði - Framtak og skilningur

Það var um daginn sem Gigtarfélaginu bárust eftirfarandi skilaboð frá Reyðarfirði á netpóstinum:

Við erum fjórar stelpur hérna á Reyðarfirði og héldum tombólu til styrktar Gigtarhópi barna. Við byrjuðum á því að ganga í hús og safna dóti á tombóluna og síðan héldum við tombóluna í verlsunarmiðstöðinni Molanum föstudaginn 22.júní. Söfnunin gekk vonum framar, fengum rúmlega 12.000 krónur í sjóðinn sem við viljum að verði notaður í þágubarna með gigt. Stelpurnar heita Vala Ormarsdóttir 11 ára, Arna Ormarsdóttir 9 ára, Stefanía Hrund Guðmundsdóttir 10 ára og Bylgja Rún Ólafsdóttir 9 ára.

Með kveðju,

Vala, Arna, Stefanía og Bylgja

Skemmst er frá því að segja að framlag stúlknanna hefur verið móttekið og Gigtarfélagið tryggir að framlagið renni til styrktar börnum með gigtarsjúkdóma.Við þökkum stúlkunum fyrir framtakið og skilninginn.

Það gera sér ekki allir grein fyrir að 10 til 14 börn greinast með gigtarsjúkdóm á hverju ári. Sem betur fer gengur alltaf betur og betur að fást við gigtina, þó enn sé hún mörgum erfið. Að sjúkdómurinn greinist sem fyrst, skiptir öllu máli, því allri meðferð fer verulega fram.

Að eiga góða vini og félaga sem skilja verkefnið “að fást við gigtina” skiptir miklu máli. Þið eruð frábærar stelpur.

Því miður eigum við ekki mynd af stelpunum. En fáir staðir eru fallegri en Reyðarfjörður.