Fræðsluvefur um vefjagigt

23. maí 2007

Heilbrigðisráðherra Siv Friðleifsdóttir opnaði formlega nýjan fræðsluvef um vefjagigt við athöfn í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 23. maí.

Vefurinn er unninn af Sigrúnu Baldursdóttur, sjúkraþjálfara BSc, MTc, sem meistaraverkefni í lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík. Auk Sigrúnar skrifa Arnór Víkingsson, gigtarlæknir, Karl Örn Karlsson, tannlæknir og Magnús Baldursson, sálfræðingur efni á vefinn. Í framtíðinni verður leitað í smiðju ýmissa annara sérfræðinga.

Vefnum er ætlað að stíga skref í átt til bættrar þekkingar á vefjagigt og bæta þjónustu við þann sjúklingahóp. Á vefnum eru allar helstu upplýsingar um heilkenni vefjagigtar, tengda sjúkdóma og helstu meðferðir. Upplýsingarnar eru byggðar á niðurstöðum vísindarannsókna og almennum fróðleik byggðum á reynslu vefjagigtarfólks og fagaðila sem hafa reynslu í meðferð á vefjagigt. Vefurinn á að nýtast fólki með vefjagigt og langvinna verki, aðstandendum þeirra og vinum, eins og stendur í fréttatilkynningu.

Ljóst er að hér er um gott framtak að ræða og hvetjum við fólk til að skoða vefinn. Slóðin er www.vefjagigt.is 


Fréttir og Tilkynningar

Fræðsluvefur um vefjagigt

Heilbrigðisráðherra Siv Friðleifsdóttir opnaði formlega nýjan fræðsluvef um vefjagigt við athöfn í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 23. maí.

Vefurinn er unninn af Sigrúnu Baldursdóttur, sjúkraþjálfara BSc, MTc, sem meistaraverkefni í lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík. Auk Sigrúnar skrifa Arnór Víkingsson, gigtarlæknir, Karl Örn Karlsson, tannlæknir og Magnús Baldursson, sálfræðingur efni á vefinn. Í framtíðinni verður leitað í smiðju ýmissa annara sérfræðinga.

Vefnum er ætlað að stíga skref í átt til bættrar þekkingar á vefjagigt og bæta þjónustu við þann sjúklingahóp. Á vefnum eru allar helstu upplýsingar um heilkenni vefjagigtar, tengda sjúkdóma og helstu meðferðir. Upplýsingarnar eru byggðar á niðurstöðum vísindarannsókna og almennum fróðleik byggðum á reynslu vefjagigtarfólks og fagaðila sem hafa reynslu í meðferð á vefjagigt. Vefurinn á að nýtast fólki með vefjagigt og langvinna verki, aðstandendum þeirra og vinum, eins og stendur í fréttatilkynningu.

Ljóst er að hér er um gott framtak að ræða og hvetjum við fólk til að skoða vefinn. Slóðin er www.vefjagigt.is