Egilsstaðir - Austurlandsdeild - Aðalfundur og fræðsla

25. apríl 2007

Laugardaginn 5. maí boðar Gigtarfélag Íslands, Austurlandsdeild, til aðalfundar á Egilsstöðum með félagsmönnum og öðrum sem hafa áhuga á málefninu. Fundurinn verður kl. 13.00 í fundarsal heilsugæslu­stöðvar­innar Lagarási 17, Egilsstöðum, aðaldyramegin.

Eftir aðalfundarstörf heldur Margrét Jónsdóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður þjónustumið­stöðvar Tryggingastofnunar ríkisins, erindi undir yfirskriftinni: Réttur til almannatrygginga

Þegar fólk veikist af langvinnum sjúkdómum getur verið erfitt að fóta sig í kerfinu og fá upplýsingar um þann rétt sem almannatryggingar veita við þær aðstæður. Um þennan rétt ætlar Margrét að fræða.

Við hvetjum alla sem áhuga hafa að mæta og taka með sér aðstandendur og vini.