Vefjagigt og andleg líðan - Fræðslufundur 15. febrúar

2. febrúar 2007

Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 19.30 stendur Gigtarfélag Íslands fyrir fræðslufundi á Grand Hóteli Reykjavík við Sigtún um vefjagigt.

Eggert Birgisson sálfræðingur mun flytja erindi sem hann nefnir:

Vefjagigt og andleg líðan.

Birgir mun fjalla um hvernig andleg líðan og einkenni vefjagigtar tengjast og hafa áhrif hvort á annað. Hvernig streita, kvíði, þunglyndi, depurð og sorg geta orsakast af vefjagigt og hver áhrif þeirra geta verið á sjálfan sjúkdóminn. Sömuleiðis verður fjallað um væntingar til bata og markmiðssetningu.

Eggert S. Birgisson er sálfræðingur og lærði á Íslandi og í Danmörku. Lokaverkefni hans í sálfræði fjallaði um vefjagigt og síþreytu. Í starfi hefur hann fengist við meðferð vefjagigtar og síþreytu.

Við hvetjum alla sem áhuga hafa að mæta og taka með sér aðstandendur og vini. Allir velkomnir.