Jólagleði Gigtarfélagsins

Opið hús hjá Gigtarfélaginu sunnudaginn 15. desember.

13. desember 2024

Sunnudaginn 15. desember verður opið hús í Gigtarfélaginu. Boðið verður upp á kaffi og kökur og lifandi jólatónlist í flutningi söngkonunnar Alinu. Boðið verður upp á jólaföndur fyrir börnin og stjórnarmeðlimir og starfsfólk Gigtarfélagsins verður á staðnum og hægt að fá kynningu á aðstöðunni, spjalla og eiga notalega stund. Jafningjastuðningshópar gegna mikilvægu hlutverki við að styðja við fólk með gigtarsjúkdóma. Það er hægt að læra mikið af því að tala við annað fólk með sjúkdómin sem skilur hvað maður er að ganga í gegnum og dýrmætt að fá stuðning frá öðrum sem skilja hvað maður er að ganga í gegnum.  Jólakort og happdrættismiðar félagsins verða til sölu.

Dagskrá:
14:00 Húsið opnar
14:15 Kynning á jafningjastuðningshópum Gigtarfélagsins.
14:45 Lifandi tónlist og boðið upp kaffi og kökur.