Handaleikfimi og slökun
Handaleikfimi og slökun6 vikna námkeið í handafimi
Miðvikudögum klukkan 11:00 í Brekkuhúsum 1, 112 Reykjavík
Liðleiki og styrkur handa er ein grunnforsenda virkni daglegs lífs.
Jóna Guðbjörg íþróttafræðingur ætlar að sjá um handafimi námskeið.
Tímarnir hefjast miðvikudaginn 25. september og verða einu sinni í viku á miðvikudögum kl. 11:00.
Uppbygging tímans:
Farið í vax til að hita upp og mýkja hendur og fingur.
Slökun verður tekin meðan beðið er þar sem slökun getur verið áhrifarík sem verkjameðferð.
Handa- og fingraæfingar til að viðhalda og/eða auka hreyfigetu og styrk.
Verð fyrir námskeiðið er 14.000 kr
Félagsmenn greiða 11.000 kr
Skráning í síma 530 3600 eða með skeyti á gigt@gigt.is