Handafimi og heitt vax
Nú erum við að bóka á 6 vikna námskeið í handafimi, sem hefst um miðjan febrúar og stendur út mars.
Jóna Guðbjörg íþróttafræðingur sér um 6 vikna námskeið í handafimi í húsakynnum Gigtarfélagsins, Brekkuhúsum 1, Grafarvogi.
Í upphafi hvers tíma er vaxmeðferð á höndum, til að hita upp og mýkja hendur og fingur. Slökun er tekin meðan beðið er í vaxinu og síðan handa- og fingraæfingar þegar vaxið hefur verið tekið af.
Tíminn stendur í 50-60 mín.
Hver hópur mætir 1x í viku.
Hægt er að velja um fjóra hópa á mismunandi tímum:
Þriðjudaga kl 11:00
Þriðjudaga kl 12:30
Hefst 18. febrúar
Miðvikudaga kl 11:00
Miðvikudaga kl 12:30
Hefst 19. febrúar
Verð fyrir 6 vikna námskeið er 14.000 kr.
Félagsmenn Gigtarfélagsins fá afslátt og greiða 11.000 kr.
Skráning á skrifstofu Gigtarfélagsins, í síma 530 3600 eða á netfangið gigt@gigt.is