Gigtarfélagið óskar eftir iðjuþjálfa og sjúkraþjálfurum
Spennandi störf
Gigtarfélagið er með auglýsingar á Alfred.is þar sem við auglýsum eftir sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfa/iðjuþjálfurum. Gigtarfélagið er spennandi vinnustaður sem verið að byggja upp á nýjum stað í glæsilegu húsnæði með frábært aðgengi. Tilvalið fyrir fólk sem langar að vinna í teymi að sækja um saman eða fyrir aðra sem langar til að vinna að spennandi uppbyggingu félagsins sem er að hverfa til nútímalegra aðferða í meðferð og þjónustu við fólk með gigt.