Aðalfundur Gigtarfélags Íslands

14. maí 2018

Aðalfundur Gigtarfélagsins verður haldinn miðvikudaginn 23. maí nk. klukkan 19:30 í húsakynnum félagsins að Ármúla 5, á 2. hæð.
Að loknum hinum venjulegu aðalfundarstörfum munu þær Guðrún Agnes Einarsdóttir og Nína Kolbrún Guðmundsdóttir vera með fyrirlesturinn „Gigt og kynlíf, á það samleið?“  Þær eru báðar hjúkrunarfræðingar á Reykjalundi, Guðrún Agnes á verkjasviði og Nína Kolbrún á gigtarsviði.
Allir eru velkomnir.