Happdrætti

Gigtarfélag Íslands hefur staðið fyrir happdrætti í þeirri mynd sem það er nú frá árinu 1997. Um er að ræða sumar- og vetrarhappdrætti ár hvert. Happdrættið er félaginu mikilvæg fjáröflun.

Helstu samstarfs- og stuðningsaðilar happdrættisins hafa verið; Hekla hf, Advania (EJS) og ferðaskrifstofan Vita.  Félagið þakkar stuðninginn og samstarfið.

Þegar valgreiðslukrafa vegna happdrættis birtist í netbanka má sjá miðanúmer happdrættismiðans í kröfunúmerinu. 
Dregið er á eindaga, en miða má greiða þann dag til miðnættis. Einungis eru viðurkenndar greiðslur í netbanka eða hjá gjaldkera í banka.
Allar ógreiddar valgreiðslukröfur vegna happdrættisins falla úr netbanka innan fimm sólarhringa frá útdrætti. 


Vinningsnúmer síðustu útdrátta má finna hér í kaflanum "Vinningaskrá" og "Eldri vinningaskrár"
Allar frekari upplýsingar um happdrættið er að fá á skrifstofunni í síma 530 3600.
Félagið þakkar öllum þeim sem stutt hafa starfsemina á undanförnum árum og óskar þeim velfarnaðar.