2. tölublað 2015

Í þetta tölublað skrifar Þorbjörg Jónsdóttir, doktor í hjúkrunarfræði og lektor við Háskólann á Akureyri, grein sem hún vann úr doktorsritgerðinni sinni. Þar fjallar hún um langvinna verki og samskipti við heilbrigðisstarfsmenn. Hún fer yfir rannsóknaraðferðir sínar, niðurstöður og hvaða lærdóm er hægt að draga af þeim. Í blaðinu er einnig grein um fæðubótaefni sem mikið bera á góma þegar rætt er um langvinna sjúkdóma.

Þvagsýrugigt er sjúkdómur sem lengi var kenndur við velmegandi konunga. Í greininni sem skrifuð er af Þórunni Haraldsdóttur, sjúkraþjálfara GÍ og Kjartani Þór Ragnarssyni sagnfræðingi, fara þau yfir sögu þvagsýrugigtar og hvað við höfum lært um sjúkdóminn með nútímarannsóknum.

Mangnús Jóhannsson, læknir og prófessor emeritus fer stuttlega yfir kosti og galla fæðubótaefna, rannsóknir á þeim og mögulega skaðsemi.

Næringarfræðingurinn Kolbrún Einarsdóttir skrifar svo góða grein um mjólkursykursóþol, greiningu þess og hvað sé til ráða.

Pistlar frá áhugahópum Gigtarfélagins eru á sínum stað ásamt ýmsum upplýsingum. 

Smelltu hér til að skoða blaðið