2. tölublað 2012

Gunnar Tómasson, gigtarlæknir fjallar um mælitæki á virkni gigtar í fyrstu grein þessa tölublaðs. Þetta mælitæki var búið til með samvinnu lækna og gigtarsjúklinga og gefur sjúklingum kleift að taka þátt í mælingum á virkni gigtarinnar.

Að þessu sinni talaði Guðrún Guðlaugsdóttir við Jón R. Kristinsson, barnalækni og ræðir hann við hana um gigtsjúkdóma í börnum og þær breytingar og nýjungar sem orðið hafa á meðferð og umönnun þessara barna.

Eiríkur Valdimarsson, þjóðfræðingur fer yfir tengsl milli gigtar og veðurs og fjallar um sögur af gigtarsjúklingum sem gátu fundið veðrabreytingar á líkama sínum.

Tai Chi fyrir fólk með gigt er grein eftir Önnu Kristínu Kristjánsdóttur, Eydísi Valgarðsdóttur og Huldu S. Jeppesen. Þær fara yfir hvernig leikfimi þetta er, hvernig hún hentar fólki með gigt og árangur hennar.

Emil Thoroddsen skrifar svo um fatlaða og ESB og fer stuttlega yfir hagsmuni fatlaðs fólks, málefni þeirra og áhrif aðildarríkja ESB og hagsmunaaðila ESB á stefnu ESB.

Hrefna Indriðadóttir, sjúkraþjálfari GÍ, skrifar nokkur orð um þreytu og gigt og gefur góð ráð.

Lífsreynslusagan kemur frá Öldu Karen Sveinsdóttur en hún skrifar um líf sitt með liðagigt og hversu mikilvægt það er að hún stjórni sjálf ferðinni.

Áhugahóparnir eiga sínar greinar á vísum stað auk annars fróðleiks um starf félagsins. 

Smelltu hér til að skoða blaðið