2. tölublað 2007

Fyrsta grein blaðsins fjallar um fjölfaglega norræna gigtarráðstefnu um gigt og gigtarsjúkdóma, sem Gigtarfélag Íslands stóð fyrir dagana 12. -15. september 2007. Ráðstefnan hefur fengið jákvæða dóma og var hún vel sótt, bæði af innlendum og erlendum ráðstefnugestum. Í blaðinu má finna umfjöllun um nokkur erindi sem haldin voru, m. a. um áhrif þreytunnar á iktsýki, árangur mæliaðferða, heilsuhagfræði og fleira. 

Svala Björgvinsdóttir, þýddi grein frá Danska Gigtarfélaginu sem fjallar um leiðir til að stuðla að betri líðan með slitgigt. Hér er ekkert farið yfir lyfjameðferð heldur þau atriði sem slitgigtarsjúklingar geta gert sjálfir til að stuðla að betri heilsu og betri líðan. Fjallað er um hæfilega hreyfingu, styrktarþjálfun og fyrirbyggjandi ráð gagnvart liðverkjum og liðskemmdum svo eitthvað sé nefnt.

Fréttir af áhugahópum Gigtarfélagsins eru á sínum stað ásamt fróðleik um starf félagsins. Einnig eru fleiri þýddar greinar eins og um hreingerningar og ferðalög sem geta verið erfiðleikum háð fyrir fólk með gigtarsjúkdóma. 

Smelltu hér til að skoða blaðið