1. tölublað 2009

Þema þessa tölublaðs er slitgigt og má finna mikinn fróðleik um þennan algenga sjúkdóm.

Helgi Jónsson, gigtarlæknir, skrifar grein um lyfjameðferð slitgigtar. Hann fjallar um hvað það er sem á að meðhöndla, mögulegar lyfjagjafir og leitina að nýjum og betri lyfjum.

Dr. Þorvaldur Ingvarsson, bæklunarlæknir, skrifar um slitgigt í hné og fjallar þar um hvort spelkur og innlegg geti minnkað verki í hné. Hann fjallar um hvaða áhrif innlegg eða spelkur geta haft á verki vegna slitgigtar í hné.

Kristín Briem, sjúkraþjálfari, skrifar um slitgigt í hné og aðkomu sjúkraþjálfunar. Hún fer yfir áhrif slitgigtar í hné á fólk og hvernig hvað endurhæfing eftir hnémeiðsli sé mikilvæg forvörn gegn slitgigt. Hún fer einnig yfir meðhöndlun og æfingar sem henta slitgigtarhnjám vel.

Ingvar Teitsson, dr.med. sérfræðingur í lyf – og gigtlækningum, fjallar um óhefðbundin lyf til meðferðar á slitgigt. Hann fer yfir þær framfarir sem hafa átt sér stað í meðferð á gigt af ýmsu tagi t.d. ísetning gerviliða í mjöðm vegna slitgigtar. Einnig hafa ýmsar framfarir orðið á lyfjameðferð gigtsjúklinga. Aðalefni greinarinnar snýr svo að óhefðbundnum lyfjum sem geta verið margs konar og tekur hann fram nokkur dæmi um þess konar lyf.

Unnur Pétursdóttir, sjúkraþjálfari, skrifar grein sem ber heitið Aða þjálfa eða þjálfa ekki: Áhrifaþættir þjálfunar hjá fólki með slitgigt. Í greininni fjallar hún um mikilvægi þjálfunar fyrir slitgigtarfólk og fer yfir reynslu fólks af þjálfun og veltir fyrir sér hvers vegna þjálfunarheldni minnkar með tímanum sem aftur eykur einkenni sjúkdómsins.

Greinar frá áhugahópunum eru á sínum stað og ýmiss annar fróðleikur um starfsemi Gigtarfélagsins. 

Smelltu hér til að skoða blaðið