Í brennidepli

Styrktarsjóður gigtveikra barna

Gigtarfélag Íslands hefur stofnað sjálfstæðan sjóð til styrktar gigtveikum börnum. Markmið sjóðsins er að auka lífsgæði barna með gigtarsjúkdóma á Íslandi og fjölskyldna þeirra. Stuðningur sjóðsins er ætlaður til verkefna sem nýtast börnunum, tómstundastarfs og hjálpartækja. Í sjóðinn er hægt að sækja um styrk í nafni allra gigtarbarna (0 til 18 ára) með lögheimili á Ísland. Stefnt er að því að stjórn sjóðsins úthluti árlega styrkjum úr sjóðnum að undangenginni auglýsingu.

 

Stofnfé sjóðsins er kr 1.083.000 kemur að stærstum hluta í stuðningi verslunarinnar Leonards sem seldi skartgripi til stuðnings börnum með gigt á sl. ári undir nafninu Ljósberinn. Framlagið nam 1.000.000 króna. Þegar hefur verið safnað meiru fé í sjóðinn og ber þar helst að nefna innkomu af styrktartónleikum sem haldnir voru á síðasta ári í Háskólabíó, einnig hefur Inner Wheel stutt sjóðinn.

 

Stjórn sjóðsins skipa Dóra Ingvadóttir, Kristín Magnúsdóttur Sunna Brá Stefánsdóttir formaður stjórnar , Fríða Kristín Magnúsdóttur  og Sólrún W. Kamban.

 

Sjóðinn er hægt að styðja með framlögum greiddum inn á eftirfarandi bankareikning: 0331-26-052514 Kennitalan er: 520514-1470.


The Icelandic Fund for children with RMD´s

Every year in Iceland, an average 10 to 14 children ages 0-18, are diagnosed with  serious Rheumatic and Musculoskeletal Diseases (RMD´s). The objective of The Icelandic Fund for children with RMD´s is to enlarge quality of life of the children and theirs families.  Grants are awarded to projects that are in benefits of the  children, leisure activities and aids. The Fund is an independent Organization founded in the beginning of 2014.


 


Lesa meira

Gigtarmiðstöð Gigtarfélagsins að Ármúla 5 er fyrir alla

Við viljum vekja athygli á því að sjúkra- og iðjuþjálfun Gigtarfélagsins er opin öllum, en auk sjúkra- og iðjuþjálfunar getur fólk leitað eftir ráðgjöf og leiðbeiningu, sótt fræðslu sem er í boði, leikfimi fyrir gigtarfólk og sótt jafningjastuðning í áhugahópa félagsins.

 

Við endurhæfingu félagsins starfa eftirtaldir sjúkraþjálfarar. Þórunn Haraldsdóttir, Vilborg Anna HjaltalínStyrmir Sigurðsson, Rannveig Gunnlaugsdóttir,  Eva-Marie Björnsson og Antonio Grave.  Þau hafa öll brennandi áhuga á gigt og hafa mikla reynslu af meðhöndlun á fólki með gigtarsjúkdóma. Við hlið sjúkraþjálfara starfar

iðjuþjálfi: Guðbjörg Guðmundsdóttir. Stöðin hentar því mjög vel fyrir þá sem þurfa að sækja bæði sjúkra- og iðjuþjálfun. Við minnum á að allir eru velkomnir.

 

Á Gigtarmiðstöðinni leggjum við okkur fram við að gefa fólki góðan tíma, gott og þægilegt viðmót og umfram allt að veita faglega og góða þjónustu.

 

Sími í sjúkraþjálfun er 5303609, í iðjuþjálfun 5303603 og á skrifstofu 5303600

 

Lesa meira

Vegna umræðu um þjónustu við gigtarbörn á Landspítala

Í framhaldi af frétt ríkissjónvarpsins mánudaginn 25. júní um gigtarbörn, og þjónustu við þau, vill stjórn Gigtarfélags Íslands taka fram að félagið skilur og tekur undir áhyggjur foreldra gigtveikra barna af framtíð gigtarmeðferðar á Barnaspítala Hringsins (barnadeild Landspítala) í ljósi þess að núverandi barnalæknir, sem hefur haft með meðferð barnanna að gera, mun brátt hætta störfum vegna aldurs.

Stjórn félagsins gerir þá kröfu að læknismeðferðinni verði sinnt af jafn hæfum lækni, (helst læknum) og hingað til. Litið er á það sem lykilatriði að nýir læknar sem við taka hafi tækifæri í tíma til að kynna sér þá sérþekkingu sem byggð hefur verið upp og þjónustustigið haldist gott.

Það er þörf er fyrir frekari stuðning annarra fagaðila, við barnaspítala, við börnin og foreldra þeirra.

Lesa meira

Hvað er að gerast ?

Við þurfum skilvirkt, öruggt og mannúðlegt heilbrigðiskerfi, byggt á jafnræði milli fólks. Gigtarsjúkdómar eru algengir og ættlægir. Mikilvægast í baráttunni við þá, eru 2. stigs og 3. stigs forvarnir. Hópurinn er stór, en leiða má líkur að því að ríflega 15% þjóðarinnar hafi gigtargreiningu, þá er fötlunarhópurinn líka stór því ríflega 20% öryrkja í landinu hafa gigtargreiningu sem helstu orsök örorku sinnar. Snemmgreining gigtarsjúkdóma skiptir öllu máli. Snemmgreining kemur langoftast í veg fyrir verulega skerðingu á lífskjörum fólks, s.s. færniskerðingu og kostnað henni fylgjandi. Samfélagslegur kostnaður verður og mun minni. Er óeðlilegt að spyrja á þessum tímum hvort heilbrigðiskerfið byggi á jafnræði milli fólks, ..

Lesa meira

Opnunartími skrifstofu í sumar

Athugið nýjan opnunartíma skrifstofu GÍ, en skrifstofan er opin sem hér segir:
  • Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, frá 08:00 til 12:30
  • Þriðjudaga og fimmtudaga, frá 08:00 til 16:00


Lesa meira