Stólajóga - Fyrir fólk með stoðkerfisvanda byrjar 6. febrúar

26. janúar 2018

Allar æfingar eru gerðar sitjandi á stól eða standandi og er ætlað fyrir þá sem treysta sér ekki til að leggjast á gólf eða sitja á gólfi við æfingar. Hægt er að þjálfa og njóta alls þess sem jóga gefur með þessum hætti.  Gerðar eru æfingar bæði sitjandi á stólum (með baki) og standandi sem liðka og bæta jafnvægi, styrk og stöðugleika.  Æfingarnar auka teygjanleika og mýkt líkamans og draga úr stirðleika.  Unnið er með þægilegar æfingar sem hæfa öllum. Hentar bæði konum og körlum. Kennari er Rut Rebekka

  • Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30
  • Kennsla hefst þriðjudaginn 6. febrúar til 22. mars
  • Frekari upplýsingar og skráning á skrifstofu GÍ í síma 530 3600
  • Bjóðum prufutími
  • Verð kr. 19.575 fyrir félagsmenn. Aðrir: 23.100

Við getum líka bætt við þátttakendum í sundþjálfunina og létta leikfimi í sal (Leikfimi 1) sjá "Þjálfun og endurhæfing" hér á síðunni.