Birtufólkið kemur saman 10. mars kl. 14.00

2. mars 2015

Birtufólkið kemur næst saman 10. mars n.k. klukkan 14:00 til 15:30. Nú verða svunturnar fjarlægðar og farið í sparikjólana enda árshátíð Birtufólksins. Við verðum með pakkaskipti. Skemmtilegt væri ef heimagerðir hlutir væru í pökkunum en það er ekki skylda, innihaldið má bara ekki kosta meira en 1.000,- kr.  Fallega skreyttir pakkar eru augnakonfekt.

Lena M Hreinsdóttir

Birtufólkið hittist í Ármúla 5 á annarri hæð í fundarherbergi Gigtarfélagsins, annan þriðjudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann milli kl 14 og 15.30. Að frumkvæði Lenu M Hreinsdóttur fór hópurinn að hittast og hefur haft gagn og gaman af sl. ár. Flestir hópar Gigtarfélagsins hittast á kvöldin, en Birtuhópurinn birtist í birtunni, að degi til. Það eru allir velkomnir í þennan bjarta hóp, sama hvaða gigt er að plaga fólk. Þegar Birtufólkið hittist koma sumir með handavinnu til að sýna hinum. Sumir eru duglegir að fara í leikhús og segja hinum frá, lestrarhestarnir miðla til hinna nýjustu bókunum. Það er auðvelt að finna sér farveg í hópnum.