Opið hús á Gigtarmiðstöðinni 12. október milli 13 og 15:30

8. október 2014

Í tilefni 30 ára afmælis Gigtarmiðstöðvarinnar verður opið hús á stöðinni sunnudaginn 12. október frá kl. 13:00 til 15:30. Sunnudagurinn 12 október er einnig alþjóðlegur gigtardagur.  Dagskráin hefst með stuttum erindum, þá verður spilað á húsið, starfsemin kynnt og vörukynningar.  Hún verður sem hér segir:

 Dagskrá:

13:00     Ávarp formanns Gigtarfélags Íslands, Dóra Ingvadóttir.

 13:15     Jákvæð sálfræði og styrkleikar – Að lifa heilshugarlífi 

                 Anna Jóna Guðmundsdóttir  hjá Auðnu ráðgjöf, fjallar um jákvæðni, styrkleika og leiðir til að lifa „heilshugarlífi“.

 13:45     Af hverju Stott-pilates fyrir gigtarfólk?  Vilborg Hjaltalín sjúkraþjálfari og Stott-pilates kennari kynnir.

14:10     Starfsemi Gigtarmiðstöðvarinnar kynnt, vörukynningar og kaffi

                 Kynnt verður sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, áhugahópar félagsins, hópþjálfun ofl.

                 Vörukynningar. Hjálpartæki ofl. munu Össur og Fastus, kynna. Janus kynnir hlýjan fatnað og ullarvörur og                                 Andrá kynnir Coddooc og aðrar penzimvörur.

 

15:30 +     Lokið

                    Allir eru velkomnir