Styrktarsjóður gigtveikra barna

20. júní 2014


Gigtarfélag Íslands hefur stofnað sjálfstæðan sjóð til styrktar gigtveikum börnum. Markmið sjóðsins er að auka lífsgæði barna með gigtarsjúkdóma á Íslandi og fjölskyldna þeirra. Stuðningur sjóðsins er ætlaður til verkefna sem nýtast börnunum, tómstundastarfs og hjálpartækja. Í sjóðinn er hægt að sækja um styrk í nafni allra gigtarbarna (0 til 18 ára) með lögheimili á Ísland. Stefnt er að því að stjórn sjóðsins úthluti árlega styrkjum úr sjóðnum að undangenginni auglýsingu.

Stjórn sjóðsins skipa Dóra Ingvadóttir, Kristín Magnúsdóttur Sunna Brá Stefánsdóttir formaður stjórnar , Fríða Kristín Magnúsdóttur  og Sólrún W. Kamban.

Sjóðinn er hægt að styðja með framlögum greiddum inn á eftirfarandi bankareikning: 0331-26-052514 Kennitala sjóðsins er: 520514-1470.