"Ekki fresta, hafðu samband"- Málþing um mikilvægi snemmgreiningar á gigtarsjúkdómum –

5. október 2017

Gigtarfélag Íslands stendur fyrir málþingi fimmtudaginn 12. október, á Alþjóðlega gigtardeginum.

Málþingið fer fram á Radisson Blu Saga og hefst það klukkan 17:00.

Dagskrá:

-Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, setur málþingið

Frumsýning á myndbandi frá EULAR, bandalagi Evrópskra gigtarfélaga, í tilefni dagsins.

Oddur Steinarsson, sérfræðingur í heimilislækningum, flytur erindi: „Heilsugæsla, fyrsti viðkomustaður“

-      Kaffihlé   -

Sunna Brá Stefánsdóttir, verkefnastjóri Gigtarfélagsins flytur erindi um gigtarsjúkdóma.

Myndband frá Gigtarfélags Íslands.

-      Fundi slitið -

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir